top of page

UM MIG

Ég heiti Bjarki Enok Guðnason, fæddur í Reykjavík þann 3. september 1995. Ég ólst upp í Grafarvogi og hef búið þar allt mitt líf. Ég stundaði grunnskólanám í Borgaskóla en þar kviknaði áhugi minn fyrir listsköpun og gerði ég ótal mörg listaverk í stílabókina mína í stærðfræðitímum. Eftir grunnskólanám fór ég beint í framhaldsskólanám í Borgarholtsskóla. Þar leyfði ég mér að prófa hinar ýmsu brautir en á endanum útskrifaðist ég sem stúdent af leiklistarbraut. Eftir nám langaði mig að halda áfram að kanna heim listarinnar og splæsti í eitt stykki teikniborð á Amazon og fór að teikna í gegnum forritið Photoshop. Þannig kviknaði áhugi minn á Adobe forritunum og fór ég pæla meir og meir í grafískri miðlun sem leiddi mig í það nám sem ég er að klára núna í Tækniskólanum. Þetta nám hefur reynst mér vel, virkilega góðir kennarar og skemmtilegir samnemendur og er ég alveg viss um að í framtíðinni mun sú þekking sem ég hef lært hér nýtast mér í framtíðinni.

bottom of page